Mikilvægt að huga að beinheilsu til frambúðar

Beinaheilsa

Mannslíkaminn samanstendur af 206 beinum og mynda flestir beinagrind sem þolir álagið sem á hana er lagt alla mannsævi

Allt sem tengist líkamanum raðast annað hvort innan í eða utan á beinagrind okkar sem er gerð úr rúmlega 200 beinum og samanstendur af beinum, brjóski og liðböndum. Sterk beinagrind er afar mikilvæg þar sem hún verndar líffæri eins og heilann, hjartað og lungun ásamt fleiri líffærum. Beinagrindin er alls um fimmtugur af líkamsþyngd okkar en það er hún sem gefur okkur þá eiginleika til að hreyfa okkur og sinna daglegum athöfnum. Bein eru lifandi vefur sem er í stöðugri endurnýjun alla ævi og skiptir því miklu máli að huga vel að þeim og viðhalda styrkleika þeirra sem allra lengst.

Hvað gerist við beinin með hækkandi aldri?
Í ungabarni er stoðgrindin mjúk og að mestu leyti gerð úr brjóski. Þegar við vöxum úr grasi fer brjóskið að minnka og hart bein kemur í stað þess en flestir ná hámarks beinframleiðslu í kringum tvítugsaldurinn. Með hækkandi aldri fer líkaminn hins vegar að brjóta niður beinin hraðar en framleiðslan er og verður þéttni beina minni og þar af leiðandi brothætta meiri. Röskun á þessu jafnvægi veldur því að ástand skapast sem kallað er beinþynning. Beinþynning einkennist af minnkuðum beinmassa og rýrnun beina sem veldur því að bein brotna auðveldlega sem veldur oft skerðingu á lífsgæðum. Ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum geta átt von á því að brotna af völdum beinþynningar. Erfðaþættir geta sagt mikið til um áhættu beinþynningar en þó skiptir næring og hreyfing lykilhlutverki í uppbyggingu beina á yngri árum og getur jafnvel komið í veg fyrir beinþynningu á síðari árum.

Lykillinn að góðri beinheilsu
Til þess að viðhalda heilbrigði og styrk beina er mikilvægt að huga að næringu og hreyfingu, ásamt inntöku á ákveðnum vítamínum og steinefnum sem þykja góð fyrir beinheilsu. Lykilefni fyrir góða beinheilsu er ýmist kalk og D- vítamín. Ráðlagður dagskammtur af kalki er 800 mg fyrir fullorðna, en 1000 – 1200 mg fyrir börn og eldra fólk. Kalk er eitt af uppistöðuefnum beina en yfir 99% af öllu kalki í líkamanum finnst í beinunum. Kalk er nauðsynlegt steinefni fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna. Ráðlagður dagskammtur af D- vítamíni er 10 µg fyrir fullorðna og börn, en 15-20 µg fyrir eldra fólk. D- vítamín er nauðsynlegt svo við getum nýtt kalkið til fulls en það stuðlar að eðlilegri upptöku kalks og tryggir rétt endurnýjun og uppbyggingu beina. Ásamt því er D- vítamín nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt og þroska beina í börnum sem og bætir það vöðvastyrk.


Bætiefni fyrir heilbrigð bein
Þeir sem eiga við tilfallandi eða langvarandi kvilla tengda beinheilsu, minnkuðum beinmassa eða rýrnun beina þekkja vel hversu mikil áhrif það getur haft á daglegt líf og lífsgæði almennt. Osteo Advance er hágæða bætiefna blanda sem hefur það að markmiði að byggja upp og viðhalda heilbrigðum beinum. Osteo Advance inniheldur blöndu af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum fyrir beinin. Blandan inniheldur kalk og magnesíum í hlutföllunum 2:1 en þannig er það öflugast ásamt K2 vítamíni sem sér um að kalkið bindist í beinunum. Blandan inniheldur jafnframt ráðlagðan dagskammt af kalki og D- vítamíni samanborið við ráðleggingar Embættis Landlæknis, ásamt magnesíum og sink sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina, hárs, húðar og nagla.