Mikilvægi vítamína og hvað eru þau góð fyrir?

Better You línan býður upp á byltingakennd vítamín í munnúðaformi sem sniðganga meltingarveginn og hámarka upptöku og virkni.

Vítamín tilheyra þeim hópi nauðsynlegra næringarefna sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki fyrir líkamann en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Almennt er talið að líkaminn þarfnist 13 mismunandi tegunda sem skiptast upp í tvo flokka, fituleysanleg og vatnsleysanleg vítamín.

Fituleysanleg og vatnsleysanleg vítamín

Munurinn á fitu- og vatnsleysanlegum vítamínum byggir helst á hvernig líkaminn frásogar vítamínin, flutning þeirra og geymslu. Fituleysanleg vítamín eru A, D, E og K vítamín. Ef neytt er umfram þörf af þessum vítamínum safnast þau fyrir í líkamanum og getur líkaminn notað þau síðar. Fituleysanleg vítamín eru aðallega að finna í feitum matvælum, eins og dýrafitu, jurtaolíu, mjólkurvörum, lifur og feitum fiski. Vatnsleysanleg vítamín eru B1, B2, B3, B6, B12, C og fólínsýra. Ef líkaminn fær stærri skammta af þessum vítamínum losar hann sig við umfram magn með þvagi þar sem þau varðveitast ekki í líkamanum og þarf því að neyta þeirra oftar en fituleysanlegu. Vatnsleysanleg vítamín eru að finna í ávöxtum, grænmeti og korni.

Mikilvægi vítamína
Við erum flest meðvituð um það að vítamín er nauðsynlegur hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi og mikilvæg fyrir mannslíkamann. Virkni vítamína á líkamsstarfsemina er margvísleg og hafa þau ýmist áhrif á ónæmiskerfið, meltingu, vöxt og viðhald. Mikilvægt er að neyta fjölbreyttrar fæðu til þess að fá þau mikilvægu vítamín sem mannslíkaminn þarf á að halda en oft á tíðum er þörf á vítamínum í formi bætiefna. D- vítamín er m.a. ólíkt öðrum vítamínum þar sem við getum framleitt okkar eigið D- vítamín vegna útfjólublárra geisla sólar. Á Íslandi fáum við hins vegar litla sól og er því mikilvægt að taka inn D- vítamín í formi bætiefna daglega. Að auki getur verið mikilvægt að taka inn ýmis önnur vítamín sem viðbót vegna ýmissa ástæðna og er því kjörið að velja valin bætiefni með hágæða upptöku og virkni.

Munnúðar hentugur valkostur
Better You munnúðarnir njóta aukinna vinsælda og ekki af ástæðalausu því mikið er lagt upp úr gæðum og að upptaka á vítamínum sé tryggð. Vítamín í formi munnúða er einföld og áhrifarík leið til að tryggja að börn fái öll þau helstu vítamín til þess að uppfylla daglega þörf til að styðja við eðlilegan vöxt og þroska. Úðarnir frá Better You eru sérstaklega hannaðir þannig að þeir frásogist beint inn í blóðrásina og fari fram hjá meltingarveginum en þannig tryggir það hámarks upptöku í gegnum slímhúð. Vítamín úðarnir eru að auki einstaklega bragðgóðir ásamt því að vera lausir við öll gerfi- og litarefni.

A vítamín stuðlar m.a. að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og hjartans ásamt viðhaldi eðlilegrar húðar og sjónar.
D- vítamín aðstoðar við upptöku og nýtingu á kalki, stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins ásamt viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi, tanna og beina.
E vítamín er ýmist mikilvægt fyrir vöðvastarfsemi og frjósemi.
K vítamín stuðlar að eðlilegri blóðstorknun og viðhaldi eðlilegra beina.
B vítamín gegna fjölda mikilvægra hlutverka í líkamanum, þau stuðla ýmist að eðlilegri starfsemi taugakerfisins, myndun rauðra blóðkorna sem og að draga úr þreytu og lúa.
Fólínsýra er það B vítamín sem er hvað mikilvægast á fyrstu mánuðum meðgöngu, en hún er m.a. gríðarlega mikilvæg fyrir þroska á taugpípu fósturs en heili og mæna þróast út frá taugapípunni.
C vítamín eykur m.a. upptöku járns, stuðlar að eðlilegri sálfræðilegri starfsemi ásamt eðlilegri myndun kollagens fyrir bein, brjósk, húð og tennur.

Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að koma í stað fjölbreyttrar fæðu.