Leyfum okkur að njóta yfir aðventuna!

Aðventan er sá tími árs sem við komum saman til að njóta samvista við okkar nánustu, styrkja böndin og borða góðan mat saman. Með aðventunni fylgja jafnframt tilheyrandi jólakræsingar og förum við að gera vel við okkur í mat og drykk. Flest okkar kannast við að borða yfir sig af dýrindis jólamat og smákökum og fyrir vikið finna fyrir ýmsum leiðinda kvillum tengdum maga og meltingu.

Njótum aðventunnar án magaóþæginda
Í kringum aðventuna getur verið mikið álag á meltingunni en við borðum að jafnaði meira af þungum mat en við erum vön, meira af sykri og sætum drykkjum. Þetta verður oft til þess að það verður ójafnvægi á meltingunni og við förum að finna fyrir óþægindum í maga sem lýsa sér oft í uppþembu, þreytu og sleni. Ein leið til þess að koma í veg fyrir slíka kvilla er fyrst og fremst að huga að hollri og fjölbreyttri fæðu ásamt hreyfingu samhliða kræsingunum. Auk þess er gott að taka inn meltingarensím og góðgerla sem hafa jákvæð áhrif á meltingarstarfsemi okkar.

Meltingarensím bjargvættur yfir hátíðirnar
Meltingarensím hjálpa líkamanum að brjóta niður fæðuna og hjálpa okkur að ráða betur við þungar máltíðir og sykraðar kræsingar. Meltingarensímin frá Enzymedica er unnin með vinnslu sem kallast Thera-Blend sem er einkaleyfisvarin aðferð sem gerir ensímunum kleift að vinna á mismunandi pH-gildum í líkamanum og ná þannig að melta hvert orkuefni fyrir sig mun hraðar og betur. Tiltekin ensím eru þau öflugustu sem völ er á en þau fást í fjórum tegundum, en þar á meðal Digest spectrum sem er sérstaklega fyrir þá sem glíma við fæðuóþol.

Góðgerlar stuðla að betri meltingu
Góðgerlar eru ekki síður mikilvægir fyrir meltinguna, en þeir hafa heilsueflandi áhrif á líkamann með því að efla meltingu og frásog næringarefna. Bio-Kult Original er sérhönnuð góðgerlablanda sem hefur það að markmiði að byggja upp öfluga þarmaflóru og styðja við meltinguna. Hylkin innihalda 14 tegundir sérvalinna frostþurrkaðra gerlastofna sem styrkja og geta komið þarmaflórunni í jafnvægi. Ég mæli heilshugar með að allir taki inn góðgerla daglega þar sem þarmaflóran gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í heilsufari okkar en almennt heilbrigði meltingarvegarins ræðst m.a. af samsetningu þarmaflórunnar.

Það er fátt jafn mikilvægt eins og að halda meltingunni í lagi!
Ég sjálf tek inn tvennuna sem ég sagði ykkur frá hér að ofan, Digest Gold meltingarensím og Bio-Kult Original góðgerla dag hvern. Til lengri tíma hef ég verið að glíma við leiðinda maga vandamál en eftir að ég kynntist þessum vörum hef ég verið allt önnur! Góðgerla tek ég alltaf inn á morgnana í minni morgun rútínu og meltingarensím tek ég alltaf inn fyrir og eftir þungar máltíðir. Mér þykir skipta miklu máli að huga vel að þarmaflórunni og finn ég mikinn mun á mér þegar ég innbyrði tiltekin bætiefni. Það er fátt jafn mikilvægt eins og að halda meltingunni í lagi þar sem hún spilar lykilhlutverk í líkamlegri og andlegri heilsu! Melting á gríðarlega stóran þátt í vellíðan okkar.

5 ráð fyrir betri meltingu yfir hátíðirnar
– Hugaðu að hollu & fjölbreyttu mataræði samhliða kræsingunum
– Hreyfðu þig í 30 mín á dag
– Munum eftir að drekka vatn
– Taktu inn sannreynda góðgerla
– Taktu inn meltingarensím með þungum máltíðum