Hvernig öðlastu betri svefn?

Svefn

Svefn er ein af grunnreglunum fjórum en nægur svefn er lykillinn að góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Svefngæði eru forsenda þess að við náum að sinna daglegum verkefnum og að okkur líði vel í daglegu amstri. Góður svefn gefur líkamanum jafnframt tækifæri til að hvílast og endurnærast sem styrkir ónæmiskerfi okkar og stuðlar að góðri heilsu að viðbættu hollu og fjölbreyttu mataræði ásamt reglulegri hreyfingu.

Svefnleysi hefur margvísleg áhrif á heilsuna
Langvarandi svefnleysi getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu og líðan, svo sem fer hormónaframleiðsla okkar úr jafnvægi sem og hormón sem stýra hungri og seddu og förum við því að sækja meira í sykur og einföld kolvetni. Að auki fer ónæmiskerfið að bælast með slæmum svefni en í kjölfarið erum við líklegri til að fá flensur og ýmsa kvilla. Ásamt því getur svefnleysi haft víðtæk áhrif á andlega líðan og er því gríðarlega mikilvægt að huga að góðum nætursvefni.

Hvað getum við gert til að stuðla að góðum svefni?
Ýmislegt er hægt að gera til að vinna bug á svefnleysi og öðlast betri svefn. Eitt það allra mikilvægasta er að hafa góða reglu á svefntímanum og rútínu í kringum svefninn. Gott er að taka því rólega í 2 tíma fyrir svefn, lágmarka alla notkun rafmagnstækja í svefnherberginu sem á að vera vel loftað, myrkvað og hljóðlátt. Að auki er mikilvægt að takmarka sykurneyslu, ekki neyta koffíns eftir klukkan 2 á daginn og stunda reglulega hreyfingu. Náttúruleg bætiefni reynast að auki mörgum gríðarlega vel og hefur magnesíum lengi verið þekkt en það er afar róandi og slakandi fyrir líkama og sál fyrir svefninn.

Magnesíum hjálpar vöðvum líkamans að slaka á
Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og er m.a. nauðsynlegt til orkuframleiðslu í líkamanum ásamt því að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu. Magnesíum stuðlar m.a. að:
– Eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
– Eðlilegri starfsemi taugakerfisins
– Eðlilegri vöðvastarfsemi
– Eðlilegri prótínmyndun
– Eðlilegri sálfræðilegri starfsemi
– Viðhaldi eðlilegra beina og tanna
– Dregur úr þreytu og lúa

Magnesíum salt í sérflokki
Magnesíum vörurnar frá Better You hafa lengi slegið í gegn enda um að ræða einstakar vörur með hágæða virkni. Flögurnar frá Better You innihalda magnesíumklóríð sem er ein sú ríkasta og hreinasta náttúrulega uppspretta salts sem þekkt er, það frásogast auðveldlega og nýtist líkamanum til lengdar sem setur þetta gæða salt því í sérflokk. Flögurnar henta afar vel í baðið eða í heita pottinn en húðin drekkur í sig þetta mikilvæga steinefni og komast þannig efnasamböndin inn í gegnum húðlagið og út í blóðrásina. Til eru þrenns konar tegundir flaga frá Better You, Original, Sleep og Muscle. Magnesíum Sleep flögurnar innihalda auk magnesíum lavender ilmkjarnaolíu sem er slakandi og hentar vel fyrir svefninn. Magnesíum Muscle inniheldur m.a. sítrónu og rósmarín sem stuðlar að betri ró og djúpri slökun og er tilvalið eftir átök. Magnesíum flögur eru einstaklega slakandi fyrir sál og líkama og henta vel fyrir góðan nætursvefn. Magnesíum frá Better You kemur einnig í formi gels og úða og geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hvernig öðlastu betri svefn?