Hvað er sjálfsbetrun? hvert er ferðinni heitið?

Okei þetta er mögulega of stór spurning til að svara fullnægandi hér í stuttum pistli en ég ætla að reyna að fara vel yfir þetta.

Ef við ímyndum okkur að það er maður sem ætlar sér í ferðalag, hann þarf að byrja á að fara í geymsluna og taka til bakpokan sinn og taka út alla hluti sem eru orðnir gamlir og illa farnir, jafnvel myglaður banani þarna.

Svo þegar hann er búinn að taka til í bakpokanum þá byrjar hann að bæta við hlutum í hann sem hann þarf að taka með sér, verkfæri sem munu hjálpa honum og nesti sem mun nýtast….svo líka hluti sem hann veit ekki hvort hann þurfi en gætu mögulega komið sér vel öryggisins vegna ef það koma upp óvæntar aðstæður sem hann þarf að takast á við.

Hann mun fara í gegnum djúpa dali og hann mun fara í gegnum fallega toppa með flottu útsýni, hann mun upplifa allskonar veður, hann mun verða þreyttur og hann mun vera einmana, enn hann mun líka upplifa gleði, lífsgæði og vellíðan sem aldrei fyrr!

á leið sinni uppgvötar hann nýjar leiðir og sér fleirri fjöll sem hann vill klífa, jafnvel hærri og meira krefjandi en þau sem hann hefur klifið hingað til.

Sjálfsbetrun fyrir mér er það að útbúa sig fyrir komandi verkefni og allt það óvænta sem lífið hendir í okkur, leyfa sér að fara í gegnum djúpu dalina. Klífa fjöll lífsins með jákvæðu hugarfari og réttu verkfærunum, við eigum að gera okkar besta til þess að njóta ferðarinnar því það er engin endastöð í sjálfsbetrun heldur er það hamingjan í ferlinu og allir litlu topparnir sem veita okkur þetta extra og allt hitt fyllir líf okkar.

Það mun alltaf koma vont veður inn á milli og þú munt þurfa að vaða yfir ár og fara í gegnum dali en þú vilt þess vegna vera eins vel útbúinn og þú getur.

Byrjaðu á því að taka til í bakpokanum þínum, þegar hann er farinn að líta þokkalega út, byrjaðu þá að bæta við hlutum sem gætu komið sér vel og farðu svo út í lífið og njóttu þess og taktu allar þær leiðir sem þér finnst spennandi og sjáðu hvert þær leiða 🙂

Ég vona að þú finnir hugarró og hamingju, lífið er allskonar en það er fyrst og fremst fullt af tækifærum og fallegum mómentum, við þurfum bara að opna augun.

– Andri Snær Ágústsson