Hlaupalíf Hlaðvarp

Hlaupalíf Hlaðvarp er þáttur sem hlaupaparið Elín Edda og Vilhjálmur Þór halda úti af mikilli ástríðu. Í þáttunum eru ýmist tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni sem tengja má hlaupum og heilsu á einhvern hátt eða viðtöl við hlaupara sem hafa áhugaverða sögu að segja. Þessi þáttur er fyrir alla, hlaupara jafnt sem ekki hlaupara, og veitir fólki yfirleitt innblástur og hvatningu til að lifa heilsusamlegu lífi!