Geðslagið – Friðrik Agni & Sigursteinn Másson

Vinirnir Sigursteinn Másson og Friðrik Agni spjalla um geðheilsu og andleg málefni út frá ólíkum sjónarhornum. Deila eigin sögum, heyra í fólki og endurspegla málin á einlægan og hreinskilin hátt. Sigursteinn Másson er fjölmiðlamaður sem hefur starfað í sjónvarpi og öðrum miðlum í rúma þrjá áratugi. Hann var formaður Geðhjálpar í átta ár, fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins í 17 ár og hefur skrifað fjórar bækur þar af eina um persónulega reynslu hans af geðhvörfum- Geðveikt með köflum. Friðrik Agni er danskennari, menningarstjórnandi, skemmtikraftur og athafnamaður með meiru. Hann hefur starfað við ýmis menningartengd verkefni eins og Listahátíð í Reykjavík, Músíktilraunir o.fl. Auk þess skrifar hann oft eftirtektarverða pistla á Vísi og á Facebook og hefur gefið út ljóðabók með Storytel. Einnig stýrði hann hlaðvarpinu Þín eigin leið í fyrra. Friðrik hefur mikinn áhuga á andlegri heilsu og er með NLP og hamingju markþjálfunar réttindi.