Þrír sálfræðingar hleypa okkur inn í þeirra heim og hjálpa okkur að skilja, sálfræðina,tilfinningar og úrvinnslu þeirra enn dýpra.
Lisa og Tom Bilyeu deila með okkur hvað þau hafa lært á þeim mörgu árum sem þau hafa verið par og hjón, hvað virkar,hvað virkar ekki,góð verkfæri til að notast við fyrir betri samskipti í sambandinu og svo framvegis.
Tom Bilyeu er alltaf að leitast eftir að læra,vaxa og að hámarka líf sitt, þetta endurspeglast í frábærri viðtalstækni hans þar sem hann spyr sérfræðinga spjörunum úr svo við hin getum tekið sem mest út úr þáttunum.
Lisa Bilyeu heldur úti þessu frábæra hlaðvarpi sem er ætla að hvetja konur til að láta til sín taka í atvinnulífi og á öllum vígstöðum sem þær hafa hug á, það er mikill kraftur og innblástur í þessum þáttum.
Rob Dial kemur með hnitmiðuð ráð og verkfæri fyrir okkur til að nýta til árangurs í lífinu.
Hvað er betra en dagleg stutt og hnitmiðuð sjálfsbetrun ?
Jay Shetty er þekktastur fyrir bókina sína „Think like a monk“ og það að sem ungur maður ákvað hann að yfirgefa námið sitt og allt það falska öryggi sem það lofaði fyrir það að gerast munkur, sem hann svo auðvitað deilir með okkur í bókinni, en í hlaðvarpinu hans fær maður innblástur,lærir um sjálfsmildi,sjálfsöryggi,sjálfsaga, og það að lifa fallegu og innihaldsríku lífi sem hefur góð áhrif á aðra sem og mann sjálfan.
Frábærir þættir þar sem þáttastjórnandinn Ryan blandar saman stuttum hnitmiðuðum hugvekjum sem er fullkomið að byrja daginn á, við lengri þætti þar sem hann tekur viðtöl við fólk, allt er þetta tengt stóuspeki eða stóisma, sem er einhvað sem við öll ættum að geta tekið einhvað úr til að bæta líf okkar og viðhorf.
Lewis Howes er fyrrum atvinnu íþróttamaður, í hlaðvarpinu hans fær hann til sín fólk frá ýmsum hornum lífsins sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð frábærum árangri og oft farið í gegnum ansi mikið mótlæti á leiðinni þangað, þetta hlaðvarp er algjör skyldu hlustun fyrir þig ef þú vilt, bæta hugarfarið, fá innblástur,fá verkfæri til bættrar heilsu,vellíðan,fjármál og árangur.
Vinirnir Sigursteinn Másson og Friðrik Agni spjalla um geðheilsu og andleg málefni út frá ólíkum sjónarhornum. Deila eigin sögum, heyra í fólki og endurspegla málin á einlægan og hreinskilin hátt. Sigursteinn Másson er fjölmiðlamaður sem hefur starfað í sjónvarpi og öðrum miðlum í rúma þrjá áratugi. Hann var formaður Geðhjálpar í átta ár, fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins í 17 ár og hefur skrifað fjórar bækur þar af eina um persónulega reynslu hans af geðhvörfum- Geðveikt með köflum. Friðrik Agni er danskennari, menningarstjórnandi, skemmtikraftur og athafnamaður með meiru. Hann hefur starfað við ýmis menningartengd verkefni eins og Listahátíð í Reykjavík, Músíktilraunir o.fl. Auk þess skrifar hann oft eftirtektarverða pistla á Vísi og á Facebook og hefur gefið út ljóðabók með Storytel. Einnig stýrði hann hlaðvarpinu Þín eigin leið í fyrra. Friðrik hefur mikinn áhuga á andlegri heilsu og er með NLP og hamingju markþjálfunar réttindi.
þessi þáttur er fyrst og fremst hugsaður til þess að fræða þá sem hafa áhuga á því að vita um hvað ITS macros snýst og hvernig við hugsum hlutina. Í þessum þætti ræða Ingi Torfi, Linda Rakel og Kristín Sif um það hvernig þetta byrjaði og hver fyrstu skrefin eru fyrir þá sem vilja hefja sitt ferðalag með ITS macros.
Hér er rætt um virðingarríkt uppeldi,deilt reynslusögum og rætt málin bak og fyrir.
Þættirnir hans Helga snerta á öllu tengdu lífinu og því að vera manneskja, alltaf hægt að taka innblástur og lærdóm af hverjum þætti.
Hér finnur þú allt sem snýr að bættri heilsu, bættum árangri og betri líðan. Hlustaðu á viðtöl við allskyns sérfræðinga á sviði líkamsræktar og heilsu til að fá nýjustu upplýsingar og vísindi beint í æð.
Markmið Karlmennskan er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðri karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.
Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ragga spjallar sjálf eða fær til sín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokkar úr þeim viskuna fyrir okkur að nýta okkur í daglegu lífi.
Tilgangur 24/7 er að spyrja spurninga sem gefur okkur innsýn í hvernig áhugavert fólk horfir á heiminn og þeirra visku svo að við getum lært af þeim og hagnýtt þá vitneskju í okkar eigið líf.
Fjölskyldan ehf. Margrét Pála og Móey Pála spjalla saman um fjölskylduna ehf, heimilislíf, uppeldi og er ekkert mannlegt óviðkomandi í þessu einlæga og skemmtilega hlaðvarpi. Fleiri fjölskyldumeðlimir kveða sér líka hljóðs enda er um Fjölskylduna ehf. að ræða. Margrét Pála setur sig í stellingar sem amma, senn langaamma og fær dótturdóttirin Móey Pála tækifæri til að spyrja ömmu um allt sem verðandi mæður velta fyrir sér 😊 Þær hafa kallað sig ömmgur (amma og dótturdóttir) frá því Móey var lítil stúlka en þær hafa alla tíð átt afar sterkt og sérstakt samband.
Hlaupalíf Hlaðvarp er þáttur sem hlaupaparið Elín Edda og Vilhjálmur Þór halda úti af mikilli ástríðu. Í þáttunum eru ýmist tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni sem tengja má hlaupum og heilsu á einhvern hátt eða viðtöl við hlaupara sem hafa áhugaverða sögu að segja. Þessi þáttur er fyrir alla, hlaupara jafnt sem ekki hlaupara, og veitir fólki yfirleitt innblástur og hvatningu til að lifa heilsusamlegu lífi!
Hlaðvarp þar sem tveir þráhyggjusjúklingar sameinast í hráu plebbaspjalli um mannlegheit.