Góð ráð til þess að fá sem mest úr bókunum sem þú lest!

Ég hef lengi verið mjög duglegur við að lesa mér til gagns og þá aðallega sjálfshjálparbækur, en það sem ég áttaði mig á eftir mikinn lestur og margar bækur var að ég var að nálgast þetta kolvitlaust!

Ég var alltof upptekinn af því að þeysast í gegnum hverja bókina á fætur annarri, svo spenntur að ég var byrjaður að hugsa um hvaða bók ég ætlaði að lesa næst áður en sú sem ég var að lesa kláraðist í stað þess að staldra við og taka lærdóm af og byrja að nýta verkfærin úr bókinni.

En hvernig er best að gera þetta svo maður geti verið viss um að læra sem mest úr bókunum sem maður er að lesa? spurði ég mig þá.

Hér eru helstu aðferðirnar sem hafa virkað fyrir mig í kjölfarið:

  • Ekki lesa en sirka 20 mínútur í einu – um leið og þú ferð að lesa of mikið í einu er hætta á að þú sért ekki lengur að meðtaka skilaboðin nægilega vel – sérstaklega þegar þú ert að lesa um einhvað sem er alveg nýtt fyrir þér.
  • Skrifaðu hjá þér á blað eða í einhvað skjal hvað það er helst sem þú tekur úr hverjum kafla fyrir sig.
  • Þegar þú ert búinn með bókina farðu þá yfir punktana úr öllum köflunum og merktu við það helsta sem þú tekur úr bókinni og skrifaðu niður hvernig þú getur og ætlar að byrja að nýta þér það strax.
  • Fáðu vin/vinkonu til að vera með þér í þessu og haldið hvort annað ábyrgt fyrir því að fylgja þessu eftir.
  • Einnig er mjög algengt með svona sjálfshjálpar bækur eins og til dæmis Atomic habits að það eru til facebook samfélög sem maður getur skráð sig í þar sem fólk er að ræða bókina og hvernig það er að nýta sér hana.