Viðar Bjarnason

VH Þjálfun – Viðar Bjarnason

Einkaþjálfari

Viðar er lærður einka-og styrktarþjálfari frá Intensive PT í Svíþjóð. Hann hefur verið viðloðandi íþróttir allt sitt líf og nýtir það óspart í sinni þjálfun. Ásamt því að vera einkaþjálfari með sinn eiginn rekstur þá er Viðar einnig yfirþjálfari yfir þreki hjá Reykjavík MMA ásamt því að koma að styrktarþjálfun keppnisliðsins þeirra. Hann er einnig tengiliður Intensive PT á Íslandi og sér um verklegar námshelgar fyrir þeirra hönd.

Þjónustulýsing

Viðar býður uppá einkaþjálfun þar sem viðskiptavinurinn mætir 1-3x í viku og Viðar vinnur saman með þér að fyrirfram ákveðnum markmiðum. 
Ef einkaþjálfun er ekki það sem þú ert að leita að þá er hann einnig með litla hópatíma þar sem 2-6 manns æfa saman en þó vinnur hver í sínum þyngdum og á sínum hraða. Þetta er frábært fyrir þá sem vilja æfa reglulega en einnig kynnast nýju fólki og upplifa stemninguna sem myndast þegar fólk æfir saman og nær sínum markmiðum.
Einnig er hægt að kaupa prógröm hjá Viðari en þau eru ætluð þeim sem vilja fara sjálf í ræktina en vantar þennan rauða þráð og skipulag til að fá sem mest út úr æfingunni.
Nánari upplýsingar er að finna á www.thjalfamig.is eða með því að senda tölvupóst á thjalfamig@thjalfamig.is