Rakel Andleg einkaþjálfun

Rakel Sigurðardóttir – Andleg einkaþjálfun

Andlegur einkaþjálfari

Rakel Sigurðardóttir hefur brennandi áhuga á heilsu og fer hennar fókus á andlegu heilsuna og mikilvægi hennar. Rakel er andlegur einkaþjálfari. Einnig er Rakel menntuð leikkona frá Drama Studio London.

Þjónustulýsing

Rakel bíður upp á 12 mánaða andlega einkaþjálfun, hver mánuður hefur sinn fróðleik. Andleg einkaþjálfun er markviss þjálfun fyrir þá sem vilja ná betri tökum á sér sjálfum, huganum sínum og lífinu almennt. Fróðleikur, verkefnavinna og samtalstímar. Þjálfunin er persónuleg og hefur það markmið að hjálpa fólki að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Rakel sjálf hefur farið í gegnum þjálfunina og breytti það gjörsamlega hennar lífi. Ef þú ert tilbúin að taka andlegu heilsuna föstum tökum að þá er andleg einkaþjálfun magnað prógram sem mun hjálpa þér að verða besta útgáfan af sjálfri þér.