Nutreleat

Nutreleat – Lilja Guðmundsdóttir

Næringarþjálfun

Lilja Guðmundsdóttir, íþróttanæringarfræðingur, stofnandi og eigandi Nutreleat. Fyrrum afrekskona í samkvæmisdönsum. Helga Guðrún Friðþjófsdóttir, næringarfræðingur, M.Sc. starfar hjá okkur. Hefur m.a. unnið á innkirtadeild og í átröskunarteymi landspítalans og á reykjalundi.

Þjónustulýsing

Við brennum fyrir því að hjálpa fólki að hámarka afköst og ná árangri í sinni íþrótt eða þjálfun ásamt því að byggja upp heilbrigt samband við mat og hafa jákvæð áhrif á heilsuna með næringu að leiðarljósi. Við bjóðum einnig uppá sérstaka fræðslu fyrir konur með PCOS. Öll nálgun byggir á vísindalegum grunni.