Netsjúkraþjálfun

Netsjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun

Hjá Netsjúkraþjálfun er hægt að velja um skoðun á stofu eða í gegnum netið, einstaklingur fær í kjölfarið sérsniðna endurhæfingaáætlun og sinnir henni undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Viðkomandi mætir samhliða því í sjúkraþjálfun (á stofu eða í gegnum netið) en töluvert sjaldnar en í hefðbundinni sjúkraþjálfun og áherslan er á að sinna endurhæfingaáætluninni. Fjöldi skipta og tímalengd í þjónustu hjá Netsjúkraþjálfun fer eftir eðli vandans og aðstæðum hjá einstaklingi.

Þjónustulýsing

Hægt er að velja um skoðun á stofu eða skoðun í gegnum netið. Einnig erum við með sérhæfðar æfingaáætlanir sem miða að því að fyrirbyggja og/eða draga úr óþægindum og þar af leiðandi auka vellíðan.