Markhóll – Lilja

Viðskipta og markþjálfun

Lilja trúir á styrkleika einstaklinga og hefur þá staðföstu trú að það séu alltaf leiðir að markinu, verkefnið er að finna þær. hún vill stuðla að meira sjálfstæði og frumkvæði einstaklinga fyrir þá sjálfa sem og innan fyrirtækja, félaga og stofnana. Markhóll er fyrirtæki hennar sem heldur vinnustofur og námskeið til styrkingar þeirra sem eru í sjálfstæðum rekstri og eða stjórnunarstöðum innan fyrirtækja.

Þjónustulýsing

Kjarnastarfsemi Markhhóls er að skila raunverulegum árangri þannig að viðskiptavinurinn standi eftir með eitthvað í höndunum til að byggja á áfram.Ég nota samtöl og markþjálfun, reynsluna sem ég bý að og menntun sem leið í minni þjálfun. Ég hef markaðs og viðskiptamenntun frá HR og HÍ og alþjóðavottun ACC sem markþjálfi. Yfir tuttugu ára reynslu sem stjórnandi og markaðsstjóri lítilla og stórra fyrirtækja.Fyrir hópa nota ég mikið vinnustofur sem er góð leið til að rannsaka og komast að niðurstöðu. Fyrir einstaklinga þá vinn ég sem hlutlaus partner með viðkomandi í þeim verkefnum sem hann stendur frammi fyrir hverju sinni.Ég set saman vinnustofur og þjálfun fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.Sem dæmi um vinnustofur er „Að segja nokkur orð“ þjálfun í að taka af skarið og tala fyrir framan hóp. „Styrkleikar teymis“ hvernig virkjum við okkar eigin hæfni og styrkleika sem leið að árangri fyrir heildina. „Sannfæring og trú á eigin getu“ hvaða merkingu hefur sjálfsþekkingu,
„Sannfæring og trú á eigin getu“ hvaða merkingu hefur sjálfsþekkingu, hver er þín kynning? Viðskiptatengd vinnustofa fyrir sjálfstætt starfandi aðila, aðila með eigin rekstur, byrjendur og þeir sem hafa starfað lengi. Auk þess ýmis námskeið í boði.