Magnús Jóhann Hjartarson

Markþjálfi - Holistic lifestyle coach level 1

Magnús Jóhann Hjartarson er einkaþjálfari, CHEK Holistic Lifstyle Coach, FRCms og FRA specialist. Hann er einnig margfaldur íslandsmeistari í borðtennis og er í íslenska landsliðinu. Helsta áhugamál Magnúsar er heilsa og hefur hann verið að læra um heilsu á hverjum degi frá 2019. Hann trúir því að allir geti og ættu að lifa heilsusamlegu og góðu lífi, en til þess þarf heilsan að vera í lagi.

Þjónustulýsing

Heildræn einkaþjálfun er þjálfun á öllum þeim sviðum sem hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu einstaklings. Þar má nefna svefn, hreyfingu, næringu, öndun og hugarástand.  Hægt er að koma í einkaþjálfun þar sem farið er í að bæta hvert svið fyrir sig. Einnig er hægt að koma í einkatíma þar sem möguleiki er á hreyfigreiningu, styrktaræfingum, æfingum til að bæta hreyfigetu og laga stoðkerfisvandamál.