Heilsuseigla

Kristín Ómarsdóttir – Heilsuseigla

Lýðheilsufræðingur,fyrirlesari.

Kristín Ómarsdóttir, lýðheilsufræðingur og stofnandi Heilsuseiglu, hefur sérhæft sig í að valdefla einstaklinga til að öðlast betri heilsu og stuðla að heilsutengdri hegðun. Kristín hefur reynslu af að starfa með börnum og unglingum og skrifaði meistararitgerð sína við Lundarháskóla um upplifun kennara á heimilisofbeldi barna á Íslandi, auk þess að koma að undirbúningsvinnu „Stöðvum feluleikinn“, herferðar UNICEF á Íslandi gegn heimilisofbeldi.

Þjónustulýsing

Fyrirlestrar um lýðheilsutengd málefni fyrir stofnanir, skóla og vinnustaði. Fyrirlestrarnir eru um 45-60 mínútur.

Kristín rekur heimasíðuna www.heilsuseigla.com sem er fræðslusíða um lýðheilsu, vellíðan og jákvæðni. Þar eru pistlar og fræðsla um mörg lýðheilsutengt málefni.