Kristín Stefánsdóttir

Þerapisti - Lærðu að elska þig

Kristín Stefánsdóttir útskrifaðist úr kennaranámi hjá Ósk í þerapíunni „Lærðu að elska þig“ 2018 og hefur kennt hana síðan. Hún hefur sótt mörg námskeið og er núna að útskrifast sem certified narscissism informed coach.

Þjónustulýsing

Ég útskrifaðist árið 2018 og hef kennt þerapíuna “Lærðu að elska þig síðan og hef mikla unun af því sem og fundið þörf til að læra meira.

Ég hef stundað sjálfsvinnu í allmörg ár og verið óþrjótandi að leita leiða til auka við andlegan þroska minn.
Árið 2014 kynntist ég Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur, þerapista og höfundi þerapíunnar ‘Lærðu að elska þig’ . Ég þurfti að byggja mig upp eftir áföll í lífinu, fór í þerapíuna og líf mitt tók miklum breytingum til hins betra. Sumarið 2017 fór ég til Bandaríkjanna á námskeið hjá Gary Zukav og Lindu Frances sem eru andlegir þjálfarar. Efnið var nátengt því sem Guðbjörg Ósk kennir og bætti ég þar enn við kunnáttu mína.

Einnig hef ég farið á námskeið tengd meðvirkni.
Nú er ég í námi hjá þjálfaranum Caroline Strawson. Ég mun útskrifast í lok árs 2021 sem Certified Narcissism Informed Coach (TM). Þetta er verndað starfsheiti og að baki því liggur umtalsverð þjálfun. Það þýðir að ég get aðstoðað fólk við að skilja hugtakið Narcissism, skaðann sem því tengist að vera í nánu sambandi við slíka.

Það þýðir að ég get aðstoðað fólk við að skilja hugtakið Narcissism, skaðann sem því tengist að vera í nánu sambandi við slíka einstaklinga og hvernig taugakerfi okkar bregst við. Af hverju fólk myndar tengsl við þá yfirhöfuð. Skilja að ástæðan á sér djúpar rætur. Hugtök eins og ‘Traumabonding’, ‘Gaslighting’ og ‘Projecting’ eru útskýrð og fólk aðstoðað við að koma þeim jákvæðu breytingum á líf sitt sem það óskar.