hugrekki.is

Hugrekki.is

Félagsráðgjafi

Hugrekki er félagsráðgjafastofa með starfsleyfi Landlæknis til heilbrigðisþjónustu, þar með talið til fjarheilbrigðisþjónustu. Stofan hefur verið starfandi frá árinu 2013 og frá upphafi boðið uppá fjarþjónustu. Ingibjörg hefur sérstaklega sótt sér framhaldsmenntun fjarmeðferð. Hugrekki býður annars vegar uppá samtalsmeðferð fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur.

Þjónustulýsing

 Meðferðin getur snúið að þáttum sem snerta einkalífið á ýmsan hátt, samskipti, sjálfstyrkingu, afleiðingar áfalla og aðra þætti sem hafa áhrif á líðan og hegðun einstaklinga í daglegu lífi. Sérstaklega hefur Ingibjörg langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis. Hins vegar býður Hugrekki uppá námskeið og fyrirlestra fyrir ýmis konar hópa, t.d. skóla, fyrirtæki og stofnanir.  Fræðslu og námskeið frá Hugrekki er hægt að panta með því að senda tölvupóst á hugrekki@hugrekki.is.

Sá hluti þjónustunnar sem fram fer í fjarþjónustu, hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eiga erfitt með að fara að heiman, þá sem þurfa að fara langt til að sækja þjónustu eða búa í litlum samfélögum eða treysta sér ekki til að nýta sér þjónustu í heimabyggð, sem og þá sem kjósa að vera í eigin umhverfi og öryggi í viðtölum.