Hekla - Bandvefslosun

Hekla Guðmundsdóttir – Bandvefslosun

Bandvefslosun - þjálfari

Hekla Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi Bandvefslosunar ehf og hönnuður Body Reroll®æfingakerfisins. Æfingarnar samanstanda af sjálfsnuddi með mismunandi boltum frá Bandvefslosun ásamt hreyfi-og djúpteygjum. Hekla hefur sérhæft sig í að vinna með bandvef í heilsurækt og hjálpar þannig fólki að minnka streitu, draga úr bólgum, að koma á ró, stuðla að auknum svefngæðum og leiðrétta líkamsstöðu. Einnig flýta æfingarnar fyrir endurheimt og búa líkamann undir álag. Hekla leggur mikla áherslu á að vinna í ró og að draga úr flóttaviðbragði taugakerfisins. Hekla fékk sjálf annað tækifæri til betri líðan eftir að hafa verið frá vinnu í 14 ár vegna slyss og óskar þess að sem flestir eigi möguleika á betri líðan. Það eiga allir skilið annað tækifæri, allt frá byrjendum, til afreksfólks í íþróttum. Út á það gengur Body Reroll® æfingakerfið.

Þjónustulýsing

Í þessum æfingum notum við mismunandi bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og gerum einnig teygjur. Bandvefur er stoðvefur sem tengir saman mismunandi vefi og er milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef vefurinn þornar hefur það áhrif á hreyfigetu. Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef. Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið. Við skoðum vel hver upptök verkja eru því oft er það ekki augljóst og ekki þar sem við höldum.

Body Reroll hjálpar til við að:

Draga úr verkjum og vöðvaspennu, auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika. Bæta líkamsstöðu, undirbúa líkamann fyrir átök og flýta fyrir endurheimt. Æfingarnar draga úr streitu og hjálpa fólki að vinna í núvitund. Þetta eru rólegir tímar sem henta öllum.

Í boði eru einkatímar, stakir hóptímar, lokuð námskeið og kennaranámskeið. Einnig er í boði fjarþjálfun sem hentar þeim vel sem vilja stunda bandvefslosun hvar og hvenær sem er.

Í einkatímum er farið sérstaklega í þær æfingar sem henta viðkomandi. Kennd er mismunandi tækni og notkun á boltunum.

Stakir hóptímar eru kjörnir fyrir saumaklúbba, vinnustaðahópa og fleiri sem vilja koma saman í tíma, hvort sem um einn eða fleiri tíma er að ræða.

Lokuð námskeið eru mjög vinsæl og eru frá fjórum upp í sex vikur, einn til tveir tímar á viku. Allir bókaðir tímar eru 60 til 75 mínútur. Einnig hægt að koma í opna tíma.

Kennaranámskeið eru kennd fjórum til fimm sinnum yfir árið og er fjölbreyttur hópur sem sækir þau. Meðal annars hafa hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, lögregluþjónar, einkaþjálfarar, hóptímakennarar, snyrtifræðingar og aðrir sem hafa áhuga á að hjálpa sér og öðrum fengið kennararéttindi í Body Reroll®.

Fjarþjálfun í áskrift hentar svo þeim sem geta ekki sótt tíma eða vilja stjórna því hvar og hvenær þeir stunda æfingarnar. Bókanir, vörur og nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu en einnig má senda tölvupóst á hekla@bandvefslosun.is

Heimasíða: bandvefslosun.is

Netfang: hekla@bandvefslosun.is

Facebook: https://www.facebook.com/bandvefslosunmedheklu

Instagram: @bandvefslosun

Meðmæli frá viðskiptavinum.

Ég er búinn að vera í þjálfun fyrir Laugavegshlaupið síðan í september. Þjálfunin setur mikið álag á líkamann og sérstaklega fætur og hné. Ég nota tíma í Body Reroll til að vinna á móti þessu álagi og hafa þeir reynst mér nauðsynlegir, viðhalda styrk og liðleika og hjálpa til við endurheimt. Hekla er að auki áhugasöm, fræðandi og gefur frá sér jákvæða orku sem maður tekur með sér úr hverjum tíma.

– Sturla Þór Björnsson