
Happy Hips – Sigrún
Einkaþjálfari, bandvefsnudd
Þjónustulýsing
Með því að nota sérstaka nuddbolta, rólegar hreyfingar og djúpöndun næst að breyta líkams-stöðu/beitingu og varanlega.
Sigrún hefur einnig tekið námskeið og mentorship til að sérhæfa sig í vinnu með taugakerfið og sogæðakerfið til þess að fínstilla kerfi líkamans svo að líkaminn geti læknað sig sjálfur.
Sigrún/Happy Hips býður upp á hóptíma, einkatíma, fyrirtækjarúll og net-námskeið.
Í boði eru tvenns konar hóptímar, Bandvefsnudd og Hreyfifærni og vinsæla námskeiðið Núllstilla Líkamann. Tímarnir eru ýmist 60 eða 75 mínútur.
Einkatímar eru ýmist kennsla á nuddbolta og hvernig er hægt að nýta sér þá tækni til að losa um spennu, vinna á taugakerfinu og sogæðakerfinu. Einnig er í boði sogæðameðferðir og Soft Stretch Release, bandvefsteygjur á bekk.
Fyrirtækarúll hefur verið mjög vinsælt síðustu ár, kemur til fyrirtækis og stjórnar æfingum í 20 mínútur – smellpassar alveg í kaffitímann. Það hefur
aldrei verið eins auðvelt að huga að heilsunni því hvorki þarf að skipta um föt né fara úr húsi.
Net-námskeið í boði;
Bandvefsnudd Grunnur, Viltu hlaupa BETUR!, Golf-viltu bæta sveifluna! Núllstilla Líkamann