Happy Hips

Happy Hips – Sigrún

Einkaþjálfari, bandvefsnudd

Happy Sigrún er höfundur og eigandi Happy Hips®. Happy Hips® æfingakerfið er sambland af hreyfiflæði, djúpteygjum og bandvefsnuddi. Kerfið linar verki, eykur líkamsstöðu, eykur frammistöðu og hjálpar okkur að lifa betur í eigin líkama. Í tímum er unnið í að mýkja upp og losa um vefjakerfi líkamans, minnka vöðvaspennu, auka blóðflæði til svæðisins og fylla taugabrautir af jákvæðum boðum, boðum um vellíðan en draga úr sársaukaboðum sem fyrir eru. Með nuddi er einnig hægt að losa um samgróninga í vöðvum, festum þeirra (sinum) og bandvef.

Þjónustulýsing

Með því að nota sérstaka nuddbolta, rólegar hreyfingar og djúpöndun næst að breyta líkams-stöðu/beitingu og varanlega. 

Sigrún hefur einnig tekið námskeið og mentorship til að sérhæfa sig í vinnu með taugakerfið og sogæðakerfið til þess að fínstilla kerfi líkamans svo að líkaminn geti læknað sig sjálfur.

Sigrún/Happy Hips býður upp á hóptíma, einkatíma, fyrirtækjarúll og net-námskeið. 

Í boði eru tvenns konar hóptímar, Bandvefsnudd og Hreyfifærni og vinsæla námskeiðið Núllstilla Líkamann. Tímarnir eru ýmist 60 eða 75 mínútur. 

Einkatímar eru ýmist kennsla á nuddbolta og hvernig er hægt að nýta sér þá tækni til að losa um spennu, vinna á taugakerfinu og sogæðakerfinu. Einnig er í boði sogæðameðferðir og Soft Stretch Release, bandvefsteygjur á bekk. 

Fyrirtækarúll hefur verið mjög vinsælt síðustu ár, kemur til fyrirtækis og stjórnar æfingum í 20 mínútur – smellpassar alveg í kaffitímann. Það hefur

aldrei verið eins auðvelt að huga að heilsunni því hvorki þarf að skipta um föt né fara úr húsi. 

Net-námskeið í boði; 

Bandvefsnudd Grunnur, Viltu hlaupa BETUR!, Golf-viltu bæta sveifluna! Núllstilla Líkamann