Ahamóment

Guðrún Birna le Sage

Markþjálfi

Guðrún Birna le Sage er markþjálfi sem heldur úti miðlinum aha móment, þar sem hún deilir hugleiðingum um andlega heilsu og uppeldi – og öllum aha mómentunum í kringum það, Þessum litlu og stóru uppgötvunum sem vekja, og fá mann til að endurhugsa hlutina. Hún heldur einnig námskeið og fyrirlestra þessu tengdu.

Þjónustulýsing

Guðrún veit fátt skemmtilegra en að grúska í greinum, myndböndum og bókum sem fjalla um mannlegt eðli og uppeldi. Að upplifa þessi svokölluðu aha móment sem vekja hana og fá til að endurhugsa hlutina er hreinlega það sem hún lifi fyrir.

Að vera opin fyrir því að læra um sjálfan sig, samferðafólk sitt og samfélagið.

Þau svið sem eiga hug hennar allan eru virðingarríkt uppeldi, tengsl, núvitund, innri vinna, varnarmynstrin, áhugahvötin, sköpunargáfan og allt sem viðkemur mennskunni.

Hvað mótar manneskjuna? Hvernig við getum vaxið, myndað sterkari tengsl við okkur sjálf og fólkið í kringum okkur, staldrað við, notið og blómstrað.