Gó heilsa, Sjálfsbetrun

Gó Heilsa

Næringar og lífstílsþjálfun

Fólkið á bakvið GÓ Heilsu eru hjónin Guðrún Ósk Maríasdóttir og Árni Björn Kristjánsson. Helsti drifkrafturinn bakvið GÓ Heilsu er löngun þeirra til þess að hjálpa einstaklingum í vegferð sinni að bættum lífsstíl og næringu. Hvort sem þig vantar hjálp við að vinna að betra samband við mat, léttast, viðhalda þyngd, þyngjast eða til þess að hámarka líkamlega getu út frá næringu og lífstíl þá geta þau aðstoðað þig.

Þjónustulýsing

Heilsan skiptir öllu!

Eigendur og stofnendur GÓ Heilsu eru Guðrún Ósk Maríasdóttir og
Árni Björn Kristjánsson.

Guðrún hefur lokið B.Sc námi í næringarfræði og M.Sc í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hún keppti lengi sem afreksíþróttakona sem markmaður í handbolta og er með level 1 í CrossFit þjálfun. Nú liggja áhugamálin í jógaiðkun, núvitund og mataræði. Sérstaklega hefur hún áhuga á plöntumiðuðu mataræði og hvernig er hægt að fá börnin okkar til að borða fjölbreytta og næringarríka fæðu frá fyrsta bita og upp í fullorðinsárin.

Árni Björn er með B.A í lögfræði og stundar M.A nám í viðskiptalögfræði og fasteignasalanám. Hann hefur stundað CrossFit á afreksstigi í fjölda ára og m.a. farið þrisvar sinnum á CrossFit heimsleikana með liði og tvisvar sinnum á Regionals sem einstaklingur.

Helsti drifkrafturinn bakvið GÓ Heilsu er löngun þeirra til þess að hjálpa einstaklingum í sinni vegferð að bættum lífsstíl og næringu. 

Hvort sem þig vantar hjálp við að vinna að betra samband við mat, léttast, viðhalda þyngd, þyngjast eða til þess að hámarka líkamlega getu út frá næringu og lífstíl þá geta þau aðstoðað þig. 

Næringarríkar uppskriftir, daglegur fróðleikur á námskeiði, fagleg ráðgjöf, persónulegur stuðningur, fyrirlestrar, heimaæfinga prógram, innkaupalistar og matseðlar eru dæmi um verkfæri sem við notum í vegferðinni á námskeiðum GÓ Heilsu.