Metabolic Reykjavík

Eygló Egilsdóttir

Einkaþjálfun,hópþjálfun, Heilsu og Þjálfunarráðgjöf

Eygló er ein af stofnendum og eigendum Metabolic Reykjavík hún er ÍAK einkaþjálfari og jógakennari og hefur margra ára reynslu af þjálfun. Hennar helsta ástríða er valdefla fólk með hreyfingu, sem skilar sér oftast út í alla aðra þætti lífsins. Að öðlast traust á eigin líkama til að fara í gegnum líkamlegar og andlegar áskoranir lífsins er gott frelsi sem allir ættu að fá tækifæri til að öðlast.

Þjónustulýsing

Metabolic Reykjavík er þjálfunarstöð þar sem allir iðkendur æfa undir leiðsögn framúrskarandi þjálfara og í hópi fólks sem hvetur hvert annað áfram og veitir stuðning.

Við vinnum með hágæða æfingakerfi með vísindalegan bakgrunn. Það er engin tilviljun í æfingavali eða uppröðun, allar æfingar eru skipulagðar frá upphafi til enda með ákveðið markmið í huga. Unnið er með markvissa álagsstýringu til að hámarka árangur og minnka hættu á meiðslum.

Við veitum leiðsögn, viðmót og þjónustu sem þú munt ekki finna annarsstaðar. Við viljum vita hvað þú heitir og hver markmið þín eru – við viljum virkilega hjálpa þér að ná þessum markmiðum. Við viljum að þú hlakkir til að koma til okkar og upplifir hreyfingu ekki sem kvöð heldur skemmtun. Við viljum að þú upplifir þig sem hluta af samfélaginu okkar. Þannig áttu ekki að þurfa að stóla á einn vin eða vinkonu til að fara með þér á æfingu heldur eiga æfingafélagarnir þínir og þjálfararnir í Metabolic að verða félagsskapurinn sem þú vilt æfa með.
https://www.metabolicreykjavik.is