Gunna Húnfjörð

Dharma nudd

Heilsunudd

Gunna er menntaður heilsunuddari af Heilsunuddbraut FÁ og eigandi DHARMA nudd sem er lítil og notaleg heilsunuddstofa í Mosfellsbæ. Hún leggur mikla áherslu á núvitund og heildarupplifun nuddþegans til þess að hver nuddtími sé endurnærandi stund fyrir bæði líkama og sál. Hver nuddmeðferð er sérsniðin að þörfum hvers og eins og í fyrsta tíma er gerð stutt heilsufarsskýrsla sem síðan er notuð til eftirfylgni og árangursmats meðferðar.

Þjónustulýsing

Heilsunuddarar eru meðhöndlarar með stóra verkfærakistu af meðferðum og þekkingu til að sérsníða nuddmeðferð að þörfum hvers nuddþega. Fyrir utan ítarlega þekkingu í vöðva- og hreyfifræði læra heilsunuddarar klassískt nudd, svæðanudd, heildrænt nudd, sogæðanudd, íþróttanudd, Íþróttateipingu,vefjalosun, triggerpunktameðferð, höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð og ilmolíufræði.

DHARMA nudd býður upp á klassískt nudd, sogæðanudd, íþróttanudd, núvitundarnudd, heildrænt nudd og meðgöngunudd. Hægt er velja á milli 30, 60 90 og 120 mínútna nuddmeðferða. Tímabókanir fara fram á heimasíðunni www.dharmanudd.is

Heimasíða: www.dharmanudd.is
Instagram: dharmanudd