Yrja

Dafna – Markþjálfun & Ráðgjöf

Markþjálfi

Yrja er með BA í félagsráðgjöf, MA í uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á lífsleikni,sjálfsmynd og farsæld, diplóma í djáknafræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi og er markþjálfi. Hún hefur einnig tekið allnokkur námskeið og má þar t.d nefna PEERS og þjálfun í núvitund fyrir börn og ungmenni.

Þjónustulýsing

Yrja rekur Dafna ehf sem býður upp á markþjálfun og ráðgjöf, fyrirlestra
og námskeið. Einnig er hún meðeigandi að Gleðiskruddan ehf.
Gleðiskruddan gefur út dagbókina ,,Gleðiskruddan-dagbók sem eflir
sjálfsþekkingu og eykur vellíðan“ fyrir börn og ungmenni ásamt því að
halda fyrirlestra og námskeið þess efnis.
Yrja sérhæfir sig í börnum, unglingum og fullorðnum sem vilja auka
vellíðan sína og ná betra jafnvægi.
Unnið er út frá aðferðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar. Þar er
lögð áhersla á þætti á borð við jákvæðar tilfinningar, styrkleika og
hugarfar sem eiga þátt í því að einstaklingurinn blómstrar, vex &
dafnar.

Þessi teg­und markþjálf­un­ar er byggð á rann­sókn­um og inn­grip­um frá
jákvæðri sál­fræði. Þar er beint sjónum að aukinni hamingju,
styrkleikum, auk­inni þraut­seigju, trú á eigin getu, von, virkni og
tilgangi.
Hún hefur mikla ástríðu fyrir að aðstoða einstaklinga við að efla
andlega heilsu, auka sjálfsþekkingu, vellíðan & hamingju.

Ertu á tímamótum í lífi þínu? Þarftu að skerpa framtíðarsýn þína? Eru
breytingar framundan? Þarftu hjálp við að ná markmiðum þínum? Þarftu
stuðning? Þarftu að finna „sjálfa/n” þig? Þarftu að „pústa”? Ef
einhverjar af þessum spurningum eiga við þig þá getur markþjálfun gert
mikið fyrir þig.
Yrja býður uppá einstaklingsmarkþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði,
ráðgjöf, fyrirlestra og námskeið.

Hlekkir:
https://www.facebook.com/dafnamarkthjalfunogradgjof
https://www.instagram.com/dafna.is/