Ásdís Hjálmsdóttir

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud

Fyrirlesari og hugarfarsþjálfari

Ásdís er Íslandsmethafinn í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari. Á meðan á íþróttaferlinum stóð kláraði hún einnig M.Sc. gráðu í lyfjafræði og doktorspróf í ónæmisfræði. Hún starfar nú sem fyrirlesari og hugarfarsþjálfari þar sem hún nýtir þá gífurlegu reynslu sem hún safnaði sér á 20 ára íþróttaferli til þess að hjálpa öðrum að ná enn betri árangri.

Þjónustulýsing

Ásdís býður upp á fyrirlestra, netnámskeið, ráðgjafartíma og heldur úti áskriftarsíðunni The Athletes’ Club þar sem hún kennir og veitir stuðning í hugarfarsþjálfun og markmiðasetningu með aðal áherslu á íþróttafólk.

Fyrirlestrar eru í boði annars vegar fyrir fyrirtæki og stofnanir og hins vegar fyrir íþróttahópa. Þeir eru um klukkutíma langir og fjalla um markmiðasetningu, hugarfar og leiðina að góðri alhliða heilsu. Fyrir íþróttafólkið fer hún einnig sérstaklega í andlegu hliðina á íþróttinni.

Netnámskeiðin eru sniðin fyrir íþróttafólk sem vill þjálfa andlegu hliðina til að ná enn betri árangri og er tilbúið að gera vinnuna sjálft. Fyrir þá sem vilja meiri stuðning er áskriftarsíðan The Athletes’ Club góður kostur þar sem meðal annars eru innifalin tveir hóptímar með Ásdísi í mánuði.

Ráðgjafartímarnir eru klukkutíma langir og henta fyrir þá sem vilja enn persónulegri og sérsniðnari hjálp.

The Athletes’ Club: https://members.asdishjalmsdottir.com

Instagram: @asdishjalms

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud á Facebook.