Aron

Aron Ívar Benediktsson

Einkaþjálfari

Aron er menntaður ÍAK einkaþjálfari, hann hefur réttindi til þess að kenna liðleika og styrktarþjálfun (Mobility specialist) og Öndunar aðferð sem hjálpar til við að fínstilla kerfi líkamans þ.e.a.s ná betur stjórn á streitu, bæta svefngæði og auka úthald í íþróttum. (Buteyko breathing instructor). hann er námsmaður í Osteópatíu háskólanum, í Gautaborg í Svíþjóð og mun búa þar næstu árin.

Þjónustulýsing

Aron hefur alla ævi haft gaman af því að læra um mannslíkamann og prófað sig áfram í ýmsum aðferðum og hugmyndafræðum sem hjálpa til með að líða betur í eigin skinni.
Síðastliðin 2 ár hefur hann unnið sem einkaþjálfari og haldið netnámskeið þar sem hann kennir einstaklingum hvernig þau geta notað líkamann til þess að kalla fram það besta í sjálfum sér , hvort sem það er fyrir hversdagslífið eða íþróttaiðkun.
Mánaðarlega heldur Aron netnámskeið sem er á rauntíma og á námskeiðinu lærir þú meðal annars:
  • Buteyko öndunaræfingar: Sem stuðlar að bættri einbeitingu, koma í veg fyrir/minnka hrotur og kæfisvefn, auka slökun og bæta úthald á æfingu.
  • Liðleika og styrktaræfingar: Sem veita þér aukið frelsi í eigin líkama, útrýma verkjum og gera þér kleift að takast á við hversdagslífið/þína íþrótt og minnka líkur á meiðslum.
  • Mindset training: Þú lærir að setja fókusinn á það sem skiptir máli, og notast við ýmiskonar verkfæri sem munu hjálpa þér að komast alltaf aftur á beinu brautina.

Þú getur haft samband við Aron og bókað hjá honum á facebook: einkaþjálfun Arons, Instagram: @aronivarb

Eða sent honum email.