Anna Guðný Torfadóttir

Þerapisti og markþjálfi

Anna Guðný Torfadóttir hefur mikla ástríðu fyrir bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Í dag kennir hún þerapíuna Lærðu að elska þig ásamt því að vera með netnámskeiðið; Endurnærðu þig. hún hefur fengið að læra á sínum eigin líkama hversu mikilvægt það er að næra sig rétt bæði líkamlega og andlega. hana langar til að deila sinni reynslu með þér.

Þjónustulýsing

þjónusta Önnu er í raun þrír flokkar

Þerapían Lærðu að elska þig

Þerapían Lærðu að elska þig er samin af þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og hefur hjálpað fjölda fólks að gjörbreyta lífi sínu. Ég er ein af þeim sem hef farið í gegnum þerapíuna og hafði hún svo mikil áhrif á líf mitt að í dag hef ég lokið leiðbeinandanámi og er farin að kenna hana. En þerapían er einstaklingsmiðuð og persónuleg ráðgjöf sem að hefur það að leiðarljósi að hjálpa fólki að verða besta útgáfan af sjálfum sér.

 

Endurnærðu þig

Ég hef fengið að læra á mínum eigin líkama hversu mikilvægt það er að næra sig rétt bæði líkamlega og andlega, á þessu námskeiði fer ég yfir næringu og deili uppskriftum sem hafa hjálpað mér að næra mig betur.

 

Markþjálfun

Hvað er heilsumarkþjálfun?

 

Heilsumarkþjálfi aðstoðar fólk að ná markmiðum sínum er varða heilsu og vellíðan. Þessi markmið snúa að lífsstílnum þínum og geta t.d. tengst mataræði, hreyfingu, tímastjórnun, svefn, núvitund og minnkun streitu í daglegu lífi. Mikil áhersla er lögð á að taka lítil geranleg skref í einu og að finna einstaklingsmiðaða lausn fyrir hvern og einn. Enda hentar ekki endilega sama mataræðið né hreyfingin öllum.