
Andleg heilsa – Helga
Jákvæð Sálfræði
Þjónustulýsing
Helga býður upp á fyrirlestra, vinnustofur og námskeið um andlega heilsu og leiðir til þess að hlúa að henni.
Fyrirlestrarnir eru um 45-60 mínútur og fjallar Helga um það helsta sem vísindin segja okkur um andlega heilsu og leiðir til að efla hana og fer hún í gegnum nokkrar gagnreyndar æfingar sem einstaklingar geta iðkað dags daglega til að efla andlega vellíðan og heilsu auk þess sem farið er í gegnum nokkrar einfaldar og skemmtilegar æfingar með áheyrendum á staðnum. Faglegir fyrirlestrar með áherslu á léttleika og hagnýtingu fyrir áheyrendur.
Vinnustofurnar eru vanalega um 2kls langar með hléi í miðjunni en aðlaga má lengdina að þörfum hverju sinni. Vinnustofurnar eru svipaðar fyrirlestrunum nema í þeim er farið betur í æfingarnar og þær reyndar meira á staðnum.
Námskeiðin eru oft um 5 skipti en það getur sveiflast og yfirleitt kennd einu sinni í viku.
Hægt er að fá námskeið á vinnustaði eða kaupa netnámskeið þar sem Helga kennir í gegnum Zoom í beinni útsendingu en þátttakendur geta svo nálgast upptökur síðar og farið í gegnum námskeiðið á sínum hraða. Námskeiðin fjalla um mismunandi leiðir til að hlúa að andlegri heilsu út frá vísindum núvitundar, sjálfsumhyggju og jákvæðrar sálfræði.
Hægt er að lesa meira um Helgu og hennar þjónustu á vefíðunni www.andlegheilsa.is