Sjúkraþjálfun, Hlaupaþjálfun.

Hildur er sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig á sviði grindarbotns (e. Pelvic Health), kvenheilsu og þjálfun kvenna á og eftir meðgöngu. Hún er einnig ÍAK einkaþjálfari og hlaupaþjálfari. Hildur er mjög þjálfunarmiðaður sjúkraþjálfari og leggur áherslu á að fólk geti orðið eins sjálfstætt og það getur með sína eigin endurhæfingu og þjálfun. Hún elskar að fræða, kenna og leiðbeina fólki. Sérstaklega þeim sem eru tilbúnir til þess að leggja á sig vinnuna sem felst í því að byggja sig upp, bæði andlega og líkamlega.

Einkaþjálfun,hópþjálfun, Heilsu og Þjálfunarráðgjöf

Eygló er ein af stofnendum og eigendum Metabolic Reykjavík hún er ÍAK einkaþjálfari og jógakennari og hefur margra ára reynslu af þjálfun. Hennar helsta ástríða er valdefla fólk með hreyfingu, sem skilar sér oftast út í alla aðra þætti lífsins. Að öðlast traust á eigin líkama til að fara í gegnum líkamlegar og andlegar áskoranir lífsins er gott frelsi sem allir ættu að fá tækifæri til að öðlast.

Hlaupaþjálfari

Er stofnandi og eigandi RunWithSabrina, 2 barna móðir og ÍAK – einkaþjálfari sem sérhæfir sig í hlaupaþjálfun fyrir konur. Mitt helsta markmið er að hjálpa konum að taka sín fyrstu skref í hlaupum eða koma þeim af stað sem hafa verið í langri pásu og fá þær til þess að finna hlaupaneystann og hafa gaman af því að hlaupa svo þær vilji hreinlega ekki hætta.

Andlegur einkaþjálfari

Rakel Sigurðardóttir hefur brennandi áhuga á heilsu og fer hennar fókus á andlegu heilsuna og mikilvægi hennar. Rakel er andlegur einkaþjálfari. Einnig er Rakel menntuð leikkona frá Drama Studio London.

Einkaþjálfun,fjarþjálfun,meðgönguþjálfun

Tinna Rún er móðir og ÍAK Einkaþjálfari sem að hefur sérhæft sig í meðgöngu og mömmu þjálfun. Hún hefur búið í Englandi síðastliðin ár og býður nú upp á online tíma þar sem að konur geta æft heima eða hvar sem er, undir hennar leiðsögn. Tinna tekur einnig að sér að útbúa sérhæfð æfinga plön fyrir konur á meðgöngu og eftir fæðingu.

Bandvefslosun - þjálfari

Hekla Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi Bandvefslosunar ehf og hönnuður Body Reroll®æfingakerfisins. Æfingarnar samanstanda af sjálfsnuddi með mismunandi boltum frá Bandvefslosun ásamt hreyfi-og djúpteygjum. Hekla hefur sérhæft sig í að vinna með bandvef í heilsurækt og hjálpar þannig fólki að minnka streitu, draga úr bólgum, að koma á ró, stuðla að auknum svefngæðum og leiðrétta líkamsstöðu. Einnig flýta æfingarnar fyrir endurheimt og búa líkamann undir álag. Hekla leggur mikla áherslu á að vinna í ró og að draga úr flóttaviðbragði taugakerfisins. Hekla fékk sjálf annað tækifæri til betri líðan eftir að hafa verið frá vinnu í 14 ár vegna slyss og óskar þess að sem flestir eigi möguleika á betri líðan. Það eiga allir skilið annað tækifæri, allt frá byrjendum, til afreksfólks í íþróttum. Út á það gengur Body Reroll® æfingakerfið.

Markþjálfi, ADHD & Einhverfu markþjálfun, Yoga Nidra

Míró markþjálfun og ráðgjöf Lífsgæðasetri St.Jó starfar með hagsmuni fólks með ADHD eða fólki á einhverfurófinu. Sigrún Jónsdóttir hefur starfað sem þroskaþjálfi í 30 ár og lærði hún ADHD og einhverfurófs markþjálfun í ADD Coach Academi í Bandaríkjunum. Nú starfa tveir ADHD markþjálfar á Íslandi en á næstu mánuðum eru fleiri að ljúka námi frá viðurkenndum skólum erlendis. Sigrún er þjónustuaðila fyrir VIRK starfsendurhæfingu.

Lýðheilsufræðingur,fyrirlesari.

Kristín Ómarsdóttir, lýðheilsufræðingur og stofnandi Heilsuseiglu, hefur sérhæft sig í að valdefla einstaklinga til að öðlast betri heilsu og stuðla að heilsutengdri hegðun. Kristín hefur reynslu af að starfa með börnum og unglingum og skrifaði meistararitgerð sína við Lundarháskóla um upplifun kennara á heimilisofbeldi barna á Íslandi, auk þess að koma að undirbúningsvinnu „Stöðvum feluleikinn“, herferðar UNICEF á Íslandi gegn heimilisofbeldi.

Einkaþjálfun,fjarþjálfun og hugarfarsþjálfun

Rannveig er ÍAK einkaþjálfari og nemi í Andlegri einkaþjálfun. 32 ára móðir tveggja orkumikilla barna sem hefur mikinn áhuga á jafnvægi líkamlegrar og andlegrar heilsu. Sjálf hefur hún lagt gríðarlega vinnu í andlegu hliðina síðastliðin ár eftir að hlaupið á nokkra veggi í lífinu. Hreyfing hefur verið stór partur af bataferlinu og er ein af ástæðum þess að Rannveig sótti sér menntun sem þjálfari.

Heilsunudd

Gunna er menntaður heilsunuddari af Heilsunuddbraut FÁ og eigandi DHARMA nudd sem er lítil og notaleg heilsunuddstofa í Mosfellsbæ. Hún leggur mikla áherslu á núvitund og heildarupplifun nuddþegans til þess að hver nuddtími sé endurnærandi stund fyrir bæði líkama og sál. Hver nuddmeðferð er sérsniðin að þörfum hvers og eins og í fyrsta tíma er gerð stutt heilsufarsskýrsla sem síðan er notuð til eftirfylgni og árangursmats meðferðar.

Einkaþjálfun,hópþjálfun

Gerður er menntaður íþrótta og förðunarfræðingur með MEd í heilsufræðum. hún starfar sem einka/ hóptímaþjálfari og við förðun. Hefur stundað íþróttir allt sitt líf þá aðallega fimleika og bardagalistir. Hannaði „Hreyfispjöld“ (Facebook)

Einkaþjálfun,hópþjálfun,meðgöngu og mömmuþjálfun.

Sigrún er stofnandi og eigandi Kvennastyrks, líkamsræktarstöð fyrir konur í Hafnarfirði. Hún hefur sérhæft sig í meðgöngu- og mömmuþjálfun og býður upp á ýmsa þjónustu í tengslum við það. Hún er einnig náms- og starfsráðgjafi, viðskiptafræðingur og þriggja barna móðir.

Heilsu og lífsstílsþjálfi

Solveig hjálpar fólki sem er að kljást við alls kyns kvilla og sjúkdóma að öðlast betri heilsu á náttúrulegan hátt með heildrænni lífsstílsbreytingu með áherslu á mataræði, jurtir, hugarfarsbreytingu, hreyfingu og andlega heilsu.

Markþjálfi & Ráðgjafi

Sara Rós rekur fyrirtækið Lífsstefna sem hannar og selur vörur sem ýta undir sjálfseflingu, ásamt því að halda úti miðlinum Lífsstefnu á Instagram og Facebook sem hún deilir eflandi og fræðandi efni. Þar inni finnur þú fræðslu um geðheilsu og ADHD. Sara heldur líka úti öðrum miðlum eins og Tilviljunarkennd Góðmennska en þar deilir hún sögum af góðverkum og fleira uppbyggilegt tengd góðmennsku og náungakærleik, svo er hún með síðuna Ljóðin um lífið en þar inni eru hennar eigin ljóð.

Fyrirlesari og hugarfarsþjálfari

Ásdís er Íslandsmethafinn í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari. Á meðan á íþróttaferlinum stóð kláraði hún einnig M.Sc. gráðu í lyfjafræði og doktorspróf í ónæmisfræði. Hún starfar nú sem fyrirlesari og hugarfarsþjálfari þar sem hún nýtir þá gífurlegu reynslu sem hún safnaði sér á 20 ára íþróttaferli til þess að hjálpa öðrum að ná enn betri árangri.

Einkaþjálfun,hópþjálfun, Heilsu og Þjálfunarráðgjöf

Ásdís Inga, 29 ára móðir tveggja orkubolta. Einkaþjálfari, hóptímakennari & allskonar „certifications“ í hugarfarsbreytingu (Mindset Specialist L1&L2). Kíkti aðeins við í háskóla en fann sig ekki. Hefur unnið með konum í 5-6 ár og fókusinn hennar í dag er heilsa óháð þyngd. Býður upp á bæði 21 dags hreyfi áskorun fyrir uppteknar konur þar sem hver æfing er 20 mínútur heima í stofu, 30 daga netnámskeið að matarfrelsi og áskriftarleið fyrir konur sem hafa lokið öðru hvoru. Einnig heldur Ásdís úti hlaðvarpinu Health is not a size.

Einkaþjálfun,hópþjálfun, Heilsu og Þjálfunarráðgjöf

Biggi er þjálfari sem flestir þekkja en hann hefur sl. 27 ár starfað sem einka-, hópa-, fyrirtækjaþjálfari. Hann er þekktur fyrir að fara nýjar og óhefðbundnar leiðir í þjálfun sinni og leita stöðugt að betrun og bætingum hjá bæði sjálfum sér og viðskiptavinum. Líkami okkar býr yfir ótrúlegum hæfileikum og getur stöðugt tekið framförum og bætt sig, svo lengi sem hugur fylgir efni og æfingar eru skipulagðar út frá hæfni, getu og markmiðum hvers og eins. Síðastliðin ár hefur Biggi sérhæft sig meira í árangursþjálfun afreksíþróttafólks og sinnir slíkri þjálfun bæði í fjarþjálfun og einkaþjálfun samhliða almennri þjálfun og fjarþjálfu einstaklinga, hópa og fyrirtækja.

Markþjálfi

Þóra er ástríðukona fyrir möguleikum til að bæta heiminn. Hún er markþjálfi, lögfræðingur, sáttakona og formaður Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi.

Einka og hópþjálfun

Hugsunin á bakvið Vivus er að hægt sé að stunda skemmtilega og jafnframt faglega þjálfun þar sem leiðbeint er framhjá verkjum og æfingar einstaklingsmiðaðar. Vivus býður bæði upp á einstaklingsþjálfun og hópþjálfun.

Sjúkraþjálfun

Hjá Netsjúkraþjálfun er hægt að velja um skoðun á stofu eða í gegnum netið, einstaklingur fær í kjölfarið sérsniðna endurhæfingaáætlun og sinnir henni undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Viðkomandi mætir samhliða því í sjúkraþjálfun (á stofu eða í gegnum netið) en töluvert sjaldnar en í hefðbundinni sjúkraþjálfun og áherslan er á að sinna endurhæfingaáætluninni. Fjöldi skipta og tímalengd í þjónustu hjá Netsjúkraþjálfun fer eftir eðli vandans og aðstæðum hjá einstaklingi.

Markþjálfi

Yrja er með BA í félagsráðgjöf, MA í uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á lífsleikni,sjálfsmynd og farsæld, diplóma í djáknafræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi og er markþjálfi. Hún hefur einnig tekið allnokkur námskeið og má þar t.d nefna PEERS og þjálfun í núvitund fyrir börn og ungmenni.

Einkaþjálfari

Karlotta er menntaður einkaþjálfari frá USA og Thailandi, ásamt því að vera lærð sem Stength and Conditioning Coach, Nutritionist – Pn1 + ISSA og Correctiveness of Exercise Specialis. Hún er yfirþjálfari hjá fremstu Boot Camp búðim heims og hefur unnið í Thailandi, Bali og Mallorca seinustu 4 ár. Einnig hefur hún unnið á Íslandi í Spörtu við að þjálfa íþrótta fólk í einkaþjálfun og hóptíma.

Tengsl við huga,líkama og sál.

Í starfsemi sinni af Life of a spirit sameinar Ástrós Erla fræði jóga, félagsráðgjafar og heilunar. Hún leggur mikla áherslu á að kenna einstaklingum og hópum ýmsar leiðir til að kynnast og bæta samband sitt við huga, líkama og sál. Með það að markmiði að hver og einn einstaklingur öðlist hugarró, tengist sjálfu sér og líkama betur og upplifi vellíðan í öllum þáttum lífs síns.

Einkaþjálfari, bandvefsnudd

Happy Sigrún er höfundur og eigandi Happy Hips®. Happy Hips® æfingakerfið er sambland af hreyfiflæði, djúpteygjum og bandvefsnuddi. Kerfið linar verki, eykur líkamsstöðu, eykur frammistöðu og hjálpar okkur að lifa betur í eigin líkama. Í tímum er unnið í að mýkja upp og losa um vefjakerfi líkamans, minnka vöðvaspennu, auka blóðflæði til svæðisins og fylla taugabrautir af jákvæðum boðum, boðum um vellíðan en draga úr sársaukaboðum sem fyrir eru. Með nuddi er einnig hægt að losa um samgróninga í vöðvum, festum þeirra (sinum) og bandvef.

Næringarþjálfun

Lilja Guðmundsdóttir, íþróttanæringarfræðingur, stofnandi og eigandi Nutreleat. Fyrrum afrekskona í samkvæmisdönsum. Helga Guðrún Friðþjófsdóttir, næringarfræðingur, M.Sc. starfar hjá okkur. Hefur m.a. unnið á innkirtadeild og í átröskunarteymi landspítalans og á reykjalundi.

Einkaþjálfari

Viðar er lærður einka-og styrktarþjálfari frá Intensive PT í Svíþjóð. Hann hefur verið viðloðandi íþróttir allt sitt líf og nýtir það óspart í sinni þjálfun. Ásamt því að vera einkaþjálfari með sinn eiginn rekstur þá er Viðar einnig yfirþjálfari yfir þreki hjá Reykjavík MMA ásamt því að koma að styrktarþjálfun keppnisliðsins þeirra. Hann er einnig tengiliður Intensive PT á Íslandi og sér um verklegar námshelgar fyrir þeirra hönd.

Jákvæð Sálfræði

Helga starfar við ráðgjöf og fræðslu um andlega heilsu og leiðir til að efla hana. Hún starfar ma.a við ráðgjöf hjá Geðhjálp, námskeiðahald hjá Grettistaki og Hringsjá og aðstoðarkennslu í Jákvæðri sálfræði hjá EHÍ. Auk þess fer hún á vinnustaði og heldur námskeið og fyrirlestra fyrir starfsfólk. Þar að auki situr hún í fagráði um geðrækt hjá Embætti landlæknis. Helga er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, Master of Science gráðu í félags- og heilsusálfræði frá Maastricht University og diplomagráðu á mastersstigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún hefur fengið þjálfun í ráðgjöf á forsendum jákvæðrar sálfræði (positive psychology coacing) við Maastricht University, Endurmenntun Háskóla Íslands og við Wholebeing Institiute. Einnig er Helga með CMA-vottaða núvitundar kennaraþjálfun (mindfulness teacher training) frá Awareness is Freedom.

Næringar og lífstílsþjálfun

Fólkið á bakvið GÓ Heilsu eru hjónin Guðrún Ósk Maríasdóttir og Árni Björn Kristjánsson. Helsti drifkrafturinn bakvið GÓ Heilsu er löngun þeirra til þess að hjálpa einstaklingum í vegferð sinni að bættum lífsstíl og næringu. Hvort sem þig vantar hjálp við að vinna að betra samband við mat, léttast, viðhalda þyngd, þyngjast eða til þess að hámarka líkamlega getu út frá næringu og lífstíl þá geta þau aðstoðað þig.

Viðskipta og markþjálfun

Lilja trúir á styrkleika einstaklinga og hefur þá staðföstu trú að það séu alltaf leiðir að markinu, verkefnið er að finna þær. hún vill stuðla að meira sjálfstæði og frumkvæði einstaklinga fyrir þá sjálfa sem og innan fyrirtækja, félaga og stofnana. Markhóll er fyrirtæki hennar sem heldur vinnustofur og námskeið til styrkingar þeirra sem eru í sjálfstæðum rekstri og eða stjórnunarstöðum innan fyrirtækja.

Einkaþjálfari

Aron er menntaður ÍAK einkaþjálfari, hann hefur réttindi til þess að kenna liðleika og styrktarþjálfun (Mobility specialist) og Öndunar aðferð sem hjálpar til við að fínstilla kerfi líkamans þ.e.a.s ná betur stjórn á streitu, bæta svefngæði og auka úthald í íþróttum. (Buteyko breathing instructor). hann er námsmaður í Osteópatíu háskólanum, í Gautaborg í Svíþjóð og mun búa þar næstu árin.

Markþjálfi

Guðrún Birna le Sage er markþjálfi sem heldur úti miðlinum aha móment, þar sem hún deilir hugleiðingum um andlega heilsu og uppeldi – og öllum aha mómentunum í kringum það, Þessum litlu og stóru uppgötvunum sem vekja, og fá mann til að endurhugsa hlutina. Hún heldur einnig námskeið og fyrirlestra þessu tengdu.

Félagsráðgjafi

Hugrekki er félagsráðgjafastofa með starfsleyfi Landlæknis til heilbrigðisþjónustu, þar með talið til fjarheilbrigðisþjónustu. Stofan hefur verið starfandi frá árinu 2013 og frá upphafi boðið uppá fjarþjónustu. Ingibjörg hefur sérstaklega sótt sér framhaldsmenntun fjarmeðferð. Hugrekki býður annars vegar uppá samtalsmeðferð fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur.

Þerapisti og markþjálfi

Anna Guðný Torfadóttir hefur mikla ástríðu fyrir bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Í dag kennir hún þerapíuna Lærðu að elska þig ásamt því að vera með netnámskeiðið; Endurnærðu þig. hún hefur fengið að læra á sínum eigin líkama hversu mikilvægt það er að næra sig rétt bæði líkamlega og andlega. hana langar til að deila sinni reynslu með þér.

Osteopati

Unnar Már Unnarsson er eigandi Osteo Heilsumiðstöð. Hann er menntaður osteópati og lærði og útskrifaðist í Gautaborg í Svíþjóð. Heilsan hefur alltaf verið eitthvað sem hann hefur spáð gífurlega mikið í og skiptir hann miklu máli. Mannslíkaminn heillar Unnar mikið og þess vegna valdi hann að læra osteópatíu, Unnar hefur einnig gaman af því að umgangast fólk og tilfinningin að geta hjálpað er honum ómetanleg.

Markþjálfi - Holistic lifestyle coach level 1

Magnús Jóhann Hjartarson er einkaþjálfari, CHEK Holistic Lifstyle Coach, FRCms og FRA specialist. Hann er einnig margfaldur íslandsmeistari í borðtennis og er í íslenska landsliðinu. Helsta áhugamál Magnúsar er heilsa og hefur hann verið að læra um heilsu á hverjum degi frá 2019. Hann trúir því að allir geti og ættu að lifa heilsusamlegu og góðu lífi, en til þess þarf heilsan að vera í lagi.

Líkamsrækt

Með 20 mínútna vikulegri heimsókn í OsteoStrong tekst meðlimum að auka styrk sinn og jafnvægi hraðar en annars staðar án þess að finna fyrir harðsperrum eða öðrum fylgifiskum. Meðlimir auka styrk vöðva, beina, sina og liðbanda umtalsvert auk þess að losa sig við verki. Eftir aðeins 5 skipti hafa meðlimir að meðaltali bætt jafnvægi sitt um 77%. Sérhæfð tæki bjóða meðlimum að nýta vöðva í hámarks aflstöðu. OsteoStrong er í Hátúni 12.

Þerapisti - Lærðu að elska þig

Kristín Stefánsdóttir útskrifaðist úr kennaranámi hjá Ósk í þerapíunni „Lærðu að elska þig“ 2018 og hefur kennt hana síðan. Hún hefur sótt mörg námskeið og er núna að útskrifast sem certified narscissism informed coach.